þriðjudagur, 8. mars 2016

Nivea After Shave Balm!

Já kannski takið þið eftir því að bloggið fékk smá facelift enda veitti ekki af.
En myndirnar í banernum eru myndirnar úr lokaprófinu mínu í MOOD.

En allavega að öðru.
Þá prófaði ég í dag Nivea After Shave Balm



Hún elsku Nikkie Tutorials var sú fyrsta sem kom þessu í trend.
Sagan á bak við það er að henni vanntaði rakakrem og fann ekkert annað heima hjá kærastanum sínum en þetta og ákvað að prófa þetta og henni fannst farðinn haldast svo rosalega vel á andlitinu.

Sem og það gerir.
Ég er bara er í sjokki hvað hann hélst vel á. 
Ég málaði mig fyrir vinnu og notaði einn af mínum uppáhalds förðum Ifallible 24h matte foundation frá L'oréal og hann toldi rosalega vel á miðað við 8 tíma vakt í hita og allskonar dæmi sem fylgir því að vinna í sjoppu. 
En ég ætla að prófa þetta alveg hiklaust aftur bara fyrir daglega not þegar ég er ekki að vinna og ég mæli með því að þið nælið ykkur í eitt stikki ef þið þolið þar að segja nivea vörur almennt en þetta er sensetive þannig þetta er gert fyrir viðkvæma húð.
Hérna eru allar upplýsingar um vöruna, innihaldsefni og slíkt.
Það eru margir youtuberar sem eru farnir að nota þetta og eru að fíla þetta í tætlur.

Meira hef ég ekki að segja um þessa vöru nema bara hún fær 9,8 af 10 frá mér.
Þetta er það besta sem ég hef prófað fyrir undirstöðuna að góðum grunni fyrir húðina á undann farða, hyljara og öllu svoleiðis.

Minni alltaf á þetta
snapchat annzy93
Instagram annamsmua


-Anna Margrét Sveins. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli